TEYMIÐ
Teymið okkar er með fjölbreyttan bakgrunn í samtalsmeðferð, orkuvinnu og áfalla- og hugvíkkandi vinnu. Saman leiðum við með aðgát, fagmennsku og innsæi. Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými þar sem umbreyting og lærdómur fá að blómstra.

Meðferðaraðili
Bjarki Steinn Pétursson
Bjarki hefur helgað líf sitt því að styðja fólk í djúpri sjálfsvinnu og umbreytingarferlum. Með eigin reynslu og víðtæka menntun í Psychedelic Facilitation, Compassionate Inquiry, heilun og markþjálfun skapar hann öruggt rými fyrir sjálfsskoðun. Hann hefur unnið með fjölbreyttum hópum, þar á meðal hinsegin einstaklingum, fólki með fatlanir og þeim sem glíma við vímuefnavanda. Nálgun hans er hlý, jarðbundin og skaðaminnkandi, þar sem undirbúningur og eftirvinna skipta lykilmáli. Fyrir honum er tenging við líkama og náttúru undirstaða innri blómstrunar og dýpri sjálfsþekkingar.

Meðferðaraðili
Berglind Ólafsdóttir
Berglind hefur áratuga reynslu í samtalsmeðferð og hefur unnið með fjölbreyttum hópum frá unglingum á geðdeildum til fjölskyldna í krísu. Hún er menntaður fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi með heildræna nálgun og yfirgripsmikla þekkingu á tengslamyndun og fjölskyldukerfum. Auk þess er hún tónheilari og nýtir hljóð í meðferðarvinnu til að styðja djúpa sjálfsskoðun. Hún hefur einnig lokið námi í Psychedelic-assisted Therapy hjá IPI og starfar við að styðja fólk í hugvíkkandi undirbúnings- og eftirvinnu. Með næmni og alúð leiðir hún skjólstæðinga sína í átt að betri tengslum og dýpri sjálfsþekkingu.

Meðferðaraðili
Eyrún Huld Árnadóttir
Eyrún sér heilsu sem samspil líkama, hugar og anda og leiðir fólk í átt að betra jafnvægi með hlýju og innsæi. Hún er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi með bakgrunn í öndunarvinnu, Compassionate Inquiry og orkutengdri vinnu. Hún hefur ástríðu fyrir mannlegri þróun og trúir að meðvituð sjálfsrækt geti skapað djúpstæðar umbreytingar. Með Eyrúnu fær fólk rými til að tengjast sjálfu sér á nýjan og nærandi hátt.

