ALGENGAR SPURNINGAR

HVAÐ ER HJARTASETRIÐ?
Hjartasetrið er vettvangur fyrir fræðslu, meðferðarvinnu og sjálfsrækt. Við bjóðum upp á námskeið, einstaklings- og hópmeðferðir, sem og stuðning fyrir þá sem vilja nálgast hugvíkkandi efni og innri vinnu af ábyrgð og meðvitund.
Við vinnum með aðferðir eins partavinnu, samkenndamiðaða nálgun (CI), öndun, líkamsvinnu, tónheilun og orkuvinnu til að styðja við djúpa sjálfsvinnu.
MEÐFERÐARAÐILAR
Berglind – Tónheilari og fjölskyldu- og pararáðgjafi.
Bjarki – Öndunarþjálfari, meðferðaraðili og markþjálfi.
Eyrún – Markþjálfi, heilari og heilsuráðgjafi.
MEÐHÖNDLIÐ ÞIÐ EÐA VEITIÐ AÐGANG AÐ HUGVÍKKANDI EFNUM?
Nei. Hjartasetrið selur ekki, veitir ekki aðgang að og meðhöndlar ekki nein ólögleg efni. Við veitum eingöngu fræðslu, undirbúning og eftirvinnslu fyrir þá sem vilja nálgast þessi efni á ábyrgan og upplýstan hátt.
FYRIR HVERJA ERU NÁMSKEIÐIN OG MEÐFERÐIRNAR YKKAR?
Námskeiðin eru fyrir fagfólk, leiðbeinendur og einstaklinga sem vilja læra að halda rými fyrir sig og aðra í tengslum við hugvíkkandi vinnu.
Meðferðarvinnan hentar þeim sem vilja dýpka skilning sinn, vinna með líkamlega og tilfinningalega spennu, undirbúa sig fyrir innri vinnu eða fá stuðning við eftirvinnslu.
HVAÐ FELST Í "UNDIRBÚNINGI OG EFTIRVINNSLU"?
Undirbúningur felst í því að vinna með tilfinningar, líkama, hugsanir og ásetning fyrir hugvíkkandi vinnslu.
Eftirvinna (integration) felst í því að vinna úr reynslunni og flétta hana inn í daglegt líf á djúpan og þroskandi hátt.
HVAÐ EF ÉG ER EKKI VISS UM HVORT ÞETTA SÉ FYRIR MIG?
Þú getur alltaf haft samband og fengið ráðgjöf um hvort námskeiðið eða meðferðarvinnan henti þér. Við leggjum áherslu á að fólk fari inn í þessa vinnu með skýran ásetning og af ábyrgð.
GET ÉG TEKIÐ ÞÁTT EF ÉG ER Á LYFJUM?
Við mælum með að þú ráðfærir þig við þinn lækni til að meta hvað sé best í stöðunni varðandi lyfjanotkun.
HVERNIG GET ÉG SKRÁÐ MIG EÐA BÓKAÐ TÍMA?
Námskeið: Þú getur skráð þig í gegnum vefsíðuna okkar. Eftir skráningu færðu sendan upplýsingapakka og umsóknareyðublað. Við tökum einnig stutt viðtal til að tryggja að námskeiðið henti þér.
Meðferð: Þú getur haft samband við okkur með tölvupósti eða sent okkur línu með því að smella á "Hafa samband" til þess að fá frekari upplýsingar.

