top of page

ÞJÓNUSTA

Hjartasetrið er vettvangur fyrir hugvíkkandi fræðslu, meðferðarvinnu og sjálfsrækt. Við bjóðum upp á námskeið, einstaklingsviðtöl, hópmeðferðir og staka viðburði sem styðja fólk í að tengjast sjálfu sér. Við sérhæfum okkur í undirbúningi og eftirvinnu tengt hugvíkkandi efnum með áherslu á öryggi, sjálfsvinnu og faglegan stuðning. Við útvegum ekki hugvíkkandi efni, heldur styðjum fólk með ábyrgum hætti, bæði áður en ferðalagið hefst og þegar það er yfirstaðið. Hvort sem þú ert að leita að persónulegum stuðningi eða vilt þróa eigin hæfni í því að halda rými fyrir aðra þá eru auðmýkt, siðferði og raunveruleg tengsl leiðarljós í allri okkar nálgun. 

VIÐ VINNUM MEÐ FJÖLBREYTTAR AÐFERÐIR:

ondurnarvinna.png

Öndunarvinnu

sound_healing_2.png

Tónheilun og líkamsmiðaða nálgun

compassionate_2.png

Partavinnu og samkenndamiðaða nálgun (Compassionate Inquiry)

Markthjalfun_2.png

Orkuvinnu og markþjálfun

5.png

EINSTAKLINGSVIÐTÖL

Berglind tekur á móti einstaklingum og pörum í viðtalsmeðferð sem felur í sér undirbúning og eftirvinnu. Hún nýtir tónheilun, samtalsmeðferð og fjölskyldu- og pararáðgjöf í blöndu sem styður fólk á einstaklings-miðaðan og næman hátt.

4.png
AdobeStock_665006635_edited.jpg

​NÁMSKEIÐ

Hugvíkkandi námskeið í undirbúningi og eftirvinnu leitt af Bjarka Stein.

Þetta er víðamikið námskeið sem er ætlað þeim sem vilja læra að undirbúa aðra fyrir hugvíkkandi ferðalög, styðja þá í gegnum ferlið og vinna með eftirvinnu á öruggan og faglegan hátt. Námið sameinar fræði, sjálfsvinnu og verklega þjálfun og hentar bæði fagfólki og áhugasömum einstaklingum með persónulega reynslu af hugvíkkandi vinnu.

2.png

HAFÐU SAMBAND

Fyrir ráðgjöf og upplýsingar varðandi meðferðir

Blom-graen-3.png
bottom of page