Hugvíkkandi námskeið
Námskeið fyrir þá sem vilja læra að styðja aðra í undirbúning og eftirvinnu hugvíkkandi ferðalaga. Hefst 21. febrúar.
Registration closes 02. feb. 2026, 23:00


Dag- og tímasetning
01. des. 2025, 19:00
Kópavogur, 367M+XWV, 161 Kópavogur, Iceland
Um viðburðinn
Umsóknir fyrir Hugvíkkandi námskeiðið 2026 opna 1. desember 2025 og standa til 20. febrúar 2026 en við munum loka fyrir umsóknir fyrr ef hámarksfjöldi umsókna næst áður. Skráning á póstlistann tryggir ekki pláss á námskeiðið, heldur er það fyrsta skrefið í umsóknarferlinu. Sjá umsóknarferli neðst á síðunni.
Námskeiði hefst síðan 7. mars 2026.

Hvað lærir þú á námskeiðinu?
• Aðferðir við að skapa öruggt og meðvitað rými fyrir aðra
• Undirbúningur fyrir hugvíkkandi vinnu og mikilvægi eftirvinnslu
• Mat á þátttakendum (screening)
• Hlutverk rýmishaldara (sitter/space holder) í umbreytandi vinnu
• Þekking á líffræðilegum, sálrænum og menningarlegum þáttum hugvíkkandi efna
• Verkfæri sem hjálpa þér að vinna með eigin reynslu á faglegan hátt
Athugið! Námskeiðið felur ekki í sér neina ólöglega notkun hugvíkkandi efna. Fræðilegur hluti námskeiðsins fer fram á netinu og á Íslandi, en verklega þjálfunin fer fram í Portúgal. Þetta er ekki meðferðarúrræði, heldur fræðslu- og þjálfunarnámskeið fyrir þá sem vilja dýpka skilning sinn og læra að styðja aðra á ábyrgan hátt.

Af hverju þetta námskeið?
Við hjá Hjartasetrinu höfum áralanga reynslu í að vinna með og í kringum hugvíkkandi ferðalög. Þetta námskeið er byggt á traustum grunni fræðslu og reynslu. Hér færðu verkfæri til að styðja aðra á umbreytandi vegferð og dýpka þína eigin þekkingu á hugvíkkandi vinnu. Tímabil: 7. mars – 27 júní 2026
Lengd: 200 klst Hvernig fer skráning fram?
❣️ 1. Smelltu á hnappinn hér að neðan og þú færð sent PDF skjal með ítarlegum upplýsingum um námskeiðið.
❣️ 2. Spurningarlisti – Þú fyllir út skjal með upplýsingum sem hjálpa okkur að meta hvort námskeiðið henti þér.
❣️ 3. Stutt samtal – Við förum yfir umsóknina saman og tryggjum að þetta sé rétt fyrir þig.
Endilega fylgist með á samfélagsmiðlunum okkar fyrir nánari upplýsingar.
Registration closes 02. feb. 2026, 23:00