TEYMIÐ
Teymið okkar er með fjölbreyttan bakgrunn í samtalsmeðferð, orkuvinnu og áfalla- og hugvíkkandi vinnu. Saman leiðum við með aðgát, fagmennsku og innsæi. Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými þar sem umbreyting og lærdómur fá að blómstra.


BJARKI STEINN PÉTURSSON
Bjarki hefur helgað líf sitt því að styðja fólk í djúpri sjálfsvinnu og umbreytingarferlum. Með eigin reynslu og víðtæka menntun í Psychedelic Facilitation, Compassionate Inquiry, heilun og markþjálfun skapar hann öruggt rými fyrir sjálfsskoðun. Hann hefur unnið með fjölbreyttum hópum, þar á meðal hinsegin einstaklingum, fólki með fatlanir og þeim sem glíma við vímuefnavanda.
-
Psychedelic Assited Therapy – Kiyumi
-
Compassionate Inquiry – Dr. Gabor Maté
-
Psychedelic Faciliation (5–MeO, Psilocybin, Ketamine, MDMA)
-
Jógakennari (200 klst.) – LYW
-
Öndunarvinna & markþjálfun

BERGLIND ÓLAFSDÓTTIR
Berglind hefur áratuga reynslu í samtalsmeðferð og hefur unnið með fjölbreyttum hópum frá unglingum á geðdeildum til fjölskyldna í krísu. Hún er menntaður fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi, tónheilari og undanfarin ár hefur hún starfað við að styðja fólk í hugvíkkandi undirbúnings- og eftirvinnu.
-
Psychedelic-assisted Therapy – IPI
-
Meistaragráða í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf
Saint Mary's University of Minnesota -
Áfengis- og vímuefnaráðgjöf – Metropolitan State University
-
B.ed gráða í kennslu – Háskóli Íslands
-
Tónheilun & hljóðmeðferð



SAGA NAZARI
Saga er Reiki-meistari og kennari. Hún er listakona, ljóðskáld og voice alchemist með einstaka nærveru. Undanfarin átta ár hefur hún unnið þétt með edrúsamfélaginu og þá sérstaklega með fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í batavegferðinni. Saga lifir nomad lífsstíl og ferðast milli menningarheima, þar sem hún lærir af frumbyggjamenningu og visku innfæddra.
Saga vinnur með okkur á retreat-hluta námskeiðanna. Hún leiðir fólk með mýkt og einstöku innsæi og hjálpar því að tengjast eigin rödd, líkama og sannleika.
-
Reiki meistari - Ágústa Kolbrún
-
Voice alchemy og voice activation
-
Áralöng reynsla sem meðferðaraðili
-
Shamanísk heilun



